FotoWeb 8.0 er þannig forritað að vefsíðan breytir um tungumál eftir því hvaða tungumál er efst í tungumálastillingum vafrans sem er notaður. Í meðfylgjandi skrá er íslenskun fyrir FotoWeb 8 sem þú getur hlaðið niður og komið fyrir í kerfinu hjá þér. Til þess þarf aðgang að þjóninum sem hýsir vefsíðuna.
Skráin sem heitir „FotoWeb_Icelandic.locale“ þarf að sitja á skráarsvæði þjónins:
C:\Program Data\FotoWare\FotoWeb\Site Settings\nafn á síðu\Locales\
ATH! Fyrir notendur Safari og Internet Explorer þarf að hægrismella á hlekkinn hér fyrir neðan og velja save/vista valmöguleikann. Í Chrome og FireFox nægir að smella á hlekkinn.
Hlaða niður „FotoWeb_Icelandic.locale“
(skrá síðast uppfærð: 06.06.2017)
Þegar skráin er komin á sinn stað þarf að fara inn í Operations Center (mynd af iceon) á þjóninum. Smella þar FotoWeb hnappinn (mynd af icon) sem er með grænu ljósi og smella á „Restart Service“ úr felli listanum.
Þegar notandi fer inn á FotoWeb vefsíðuna eftir þetta og tungumálastilling vafrans er með íslensku sem fyrsta val birtist vefurinn á íslensku.
Í FotoWare FotoWeb er að auki þessi tungumál hér og gildir það sama og með íslenskuna. Þ.e. efsta tungumálið í tungumálastillingum vafrans ræður til um hvaða tungumál birtist.:
- Danska
- Enska
- Finnska
- Franska
- Hebreska
- Hollenska
- Ítalska
- Norska
- Protúgalska
- Spænska
- Sænska
- Þýska
Allar ábendingar eins og stafsetningavillur, orðalag eða þýðingu vantar eru vel þegnar og má senda okkur línu í gegnum Hafa samband síðuna okkar.